Markmið

Starfshópnum eru falin þau verkefni að tilnefna gagnasöfn sem verða gerð opinber, tilgreina mörk, svo sem ákveðnar fjárhæðir sem miðað skuli við, tilgreina hversu oft gögnin verða uppfærð, velja leyfisskilmála sem gögnin verða gefin út undir, skilgreina á hvaða sniði og með hvaða tækni gögnin verða gerð aðgengileg, fjalla um möguleika á endurnotkun gagna sem opnuð verða og kanna hver reynsla annarra ríkja er af því að opna gögn.

Auglýsingar

Ein hugrenning um “Markmið

  1. Ragnar Sigurðsson Proppé

    Gott væri að hérna kæmi fram sundurliðun á vaxtagreiðlum ríkisjóðs en samkvæmt fjárlögum 2013 er eftirfarandi.
    „Fjármagnskostnaður. Áætlað er að gjaldfallnir áfallnir vextir af skuldum ríkissjóðs verði 88,1 mia.kr. á næsta ári og hækki um 7,2 mia.kr. frá áætlaðri útkomu yfirstandandi árs. Helsta ástæðan fyrir hærri fjármagnskostnaði er að fyrirhugað er að breyta fyrirkomulagi á skuldabréfi sem ríkissjóður gaf út til að endurfjármagna Seðlabankann vegna yfirtöku bankans á veð– og daglánum fjármálastofnana í kjölfar bankahrunsins. Fyrirhugað er að skuldbreyta skuldabréfinu úr verðtryggðu bréfi yfir í óverðtryggt en það leiðir til þess að allur vaxtakostnaður bréfsins verður gjaldfærður í rekstrarreikning í stað þess að verðtryggingarþátturinn færist sem endurmat í efnahagsreikningi. Einnig aukast vaxtagjöld vegna ríkisbréfa og ríkisvíxla um 0,9 mia.kr. en alls er áætlað að innlendur vaxtakostnaður verði 64,8 mia.kr. Áætlað er að vaxtagjöld í erlendum gjaldeyri verði 23,3 mia.kr. á árinu 2013 og eru breytingar frá endurmati ársins 2012 óverulegar eða 0,1 mia.kr. Hækkun fjármagnskostnaðar í áætlaðri útkomu ársins 2012 frá fjárlögum 2012 nemur 3,1 mia.kr. og skýrist að miklu leyti af útgáfu ríkissjóðs í maí sl. á skuldabréfum sem nemur 1 mia.kr. Bandaríkjadala. Ákveðið var að nýta útgáfuna til að greiða niður erlendar skuldir vegna samstarfsáætlunarinnar með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en við það jókst vaxtakostnaður ríkissjóðs þar sem skuldirnar sem greiddar voru báru lægri vexti en erlenda útgáfan.“

    Þar sem nokkuð ljóst er að þetta er stór liður en ætti að vera einfaldur í opnun.

    Svara

Athugasemdir

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s