Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2013

Tillaga að CSV skjalasniði

Það er ágætis gangur í vinnunni hjá okkur og við erum að einbeita okkur að leyfisskilmálum og sniði gagna þessa dagana.

Gagnapakkarnir sem við erum að vinna með eru annarsvegar tekjur og gjöld eftir hagrænni skiptingu og svo hinsvegar ársfjórðungsyfirlit fjársýslunnar.

Okkur þótti við hæfi að birta fyrstu tillögu að uppsetningu CSV skráarsniðs hér á vefnum og opna fyrir umræðu um hvort hér sé eitthvað sem megi bæta.

Við leggjum til að upplýsingar um tekjur og gjöld eftir hagrænni skiptingu verði birt mánaðarlega á eftirfarandi sniði:

Hér er svo upprunalega Excel skjalið til samanburðar.

Okkur þætti vænt um að fá athugasemdir við þessa uppsetningu frá þeim sem hefðu hug á að vinna áfram með þessi gögn í framtíðinni.

Auglýsingar